Skráðu þig á póstlistann
Fill out my online form.
John Tailor er klæðskeri sem kemur til landsins á nokkurra mánaða fresti og hefur gert síðan 2005. Hann ferðast vítt og breytt um heiminn og Ísland er því aðeins eitt margra landa sem hann sækir heim. Vinsældir hans byggjast alfarið á gæðum vörunnar og við trúum því einlægt að ánægður viðskiptavinur sé besta auglýsingin. Á mannamótum er tekið eftir þeim sem skara framúr í klæðaburði og þannig hefur orðspor John Tailor vaxið jafnt og þétt á Íslandi sem og í öðrum löndum.
Reikna má með honum ársfjórðungslega. Þegar næsta ferð hefur verið ákveðin verður opnað fyrir tímapantanir og tilkynning þess efnis send út á póstlistann. Við hvetjum því áhugasama herramenn um að skrá sig á listann og vera fljótir að panta tíma þegar tilkynningin berst.
John Tailor hittir einstaklinga og minni hópa (2-5 aðila) í íbúð sem hann leigir á meðan dvöl hans stendur. Heimilisfangið hverju sinni getur breyst milli ferða og því er staðsetningin send út eftir að tími hefur verið pantaður ásamt tillögu að tíma. Ef um stærri hópa er að ræða (6 aðila að lágmarki) er sjálfsagt að fá hann í fyrirtæki og heimahús.