Afhending pantana
Þegar pantanir koma til landsins og eru tilbúnar til afhendingar fá viðskiptavinir okkar tilkynningu þess efnis í tölvupósti og/eða með SMS skilaboðum. Þá stendur til boða að panta pressun á fötin eða sækja strax. Kynntu þér möguleikana hér að neðan.
Að pressa eða ekki pressa?
Það er hverjum og einum í sjálfsvald sett að panta pressun hjá efnalauginni Fönn, samstarfsaðila okkar á Íslandi sem annast afhendingar á öllum pöntunum, eða sækja fötin ópressuð. Við mælum auðvitað alltaf með pressun en þar sem sumir kjósa að gera það sjálfir þá reiknum við það ekki inn í kaupverð fatanna. Pressunin getur tekið allt að 3-4 virka daga.
Kostnaður vegna pressunar fer eftir gjaldskránni hjá Fönn hverju sinni en viðskiptavinir okkar njóta sérkjara sem þú getur kynnt þér hér.